Tuesday, November 2, 2010

Fjölskyldubréf frá 2008 vegna Ægis Geirdal

Suðurnes, 11. ágúst 2008
                                                                                         
Heilir og sælir ættingjar,

Um leið og við undirritaðar systur, Ingibjörg og Sigurlína, óskum ykkur og okkur öllum til hamingju með 100 ára afmæli ættmóður okkar Guðrúnar Elísu Þórðardóttur viljum við skýra ykkur frá því hvers vegna við vorum fjarverandi í samsætinu sem haldið var Gunnu ömmu til heiðurs á afmælisdegi hennar 8. apríl síðastliðinn. Það verður best gert með því að segja ykkur hluta af sögu okkar systra.

Við erum dætur Þórdísar Marteinsdóttur og Ólafs Davíðssonar og bjuggum með fólkinu okkar í Kópavogi framan af ævinni. Árið 1969 flutti fjölskyldan á neðri hæð tvíbýlis við Laufás 4 í Garðahreppi sem þá hét og nefnist Garðabær í dag. Í þessu bréfi notum við nafnið Garðabæ, við systur vorum átta og ellefu ára þegar við fluttum þangað. Á efri hæð hússins bjó systir móður okkar Lilja Sigurrós Jónsdóttir með eiginmanni sínum Ægi Geirdal Gíslasyni ásamt börnum þeirra. Lilja og börnin voru mikið inni á okkar heimili og við, dætur Þórdísar og Ólafs, gættum barnanna oft á tíðum. Ægir hélt sig alla tíð frá neðri hæðinni en lagði hins vegar mikið á sig til að mynda tengsl við mörg okkar systkinanna, hvert okkar á sinn hátt. Þannig náði hann valdi yfir okkur sem hann síðan notaði til að brjóta okkur markvisst niður og fremja hrottalega glæpi á sumum okkar.

Reynsla okkar systkinanna af Ægi er á ýmsan hátt.
Upplifun mín, Ingibjargar, er eftirfarandi:
Ég man ekki hversu snemma eftir að við fluttum í Garðabæ Ægir byrjaði að leita eftir vináttu minni sem hann nýtti sér síðan til að beita mig skelfilegu ofbeldi. Þessi lífsreynsla var mér svo erfið að þegar ég slapp loks undan henni lokaði líkami minn á minninguna árum saman eins og hún væri ekki til. Eftir að ég lenti í öðru áfalli 16 ára gömul (vinnuslys) fóru minningar­brot æskunnar að koma til baka, fyrst eins og mig hefði dreymt að vondir hlutir hefðu komið fyrir mig en smám saman gerði ég mér grein fyrir því að þessar myndir voru engin ímyndun heldur minningar um þá skelfilegu reynslu sem ég hafði upplifað sem barn.

Framan af átti ég frábærar stundir með Ægi sem eyddi miklum tíma í að byggja upp við mig vináttu og öðlast traust mitt. Hann hvatti mig óspart í leik og áhugamálum, fékk mig t.d. til að skrifa smásögur og kom þeim á framfæri fyrir mig. Hann átti páfagauk og tíkina Lady sem ég mátti leika við að vild, einnig fór hann með mig í skemmtilegar ævintýraferðir og svo mætti áfram telja. Mér fannst ég hafa eignast besta vin í heimi og skildi ekki í sakleysi mínu hvers vegna foreldrum mínum var ekki vel við að ég sóttist svona í þennan mann. Þau sögðu mér seinna að ástæða þess að þeim var ekki vel við að börnin þeirra væru mikið í kringum Ægi hafi verið sú að hann bar með sér þann persónuleika að þau vildu sem minnst samskipti við hann hafa. Þau töldu sig þurfa að umbera manninn vegna þess að hann var maðurinn hennar Lilju frænku en þótt þau vissu að hann væri ekki góður maður þá óraði þau aldrei fyrir því sem hann var að gera börnunum þeirra.

Þegar Ægir var orðinn öruggur um vináttu mína tók hann svo upp á því að gera lítið úr foreldrum mínum í mín eyru. Það var erfitt og ég fór að fela fyrir þeim ævintýraheiminn sem ég átti með þessum besta vini mínum og vildi ekki láta taka frá mér. Einhverstaðar þarna á leiðinni fór Ægir svo hægt og bítandi að gera á mér kynferðislegar tilraunir á þann hátt að ég upplifði það til að byrja með sem hluta af ævintýrinu. Þessar tilraunir urðu hins vegar sífelt grófari og ofbeldisfyllri og áður en ég vissi af var ævintýrið mitt orðið að skelfilegri martröð sem ég var föst í og gat engum sagt frá.

Í stuttu máli þá notaði Ægir mig til að fullnægja sjálfum sér kynferðislega á ýmsan hátt. Hann notaði allskyns tækni við þessar athafnir sínar eins og t.d. dáleiðslu og blandaði goðafræði inn í gjörðir sínar, tengdi m.a. sjálfan sig við þrumuguðinn Þór. Maðurinn var líka búinn nýjustu tækni þessa tíma, átti upp­töku­vél og sýningartæki sem hann notaði óspart í bland við klámblöð og spilastokka með slíkum myndum á. Ég ætla að hlífa ykkur við lýsingum á því sem Ægir gerði mér en til að þið fáið innsýn í þann veruleika sem ég bjó við á þessum tíma ætla ég að segja ykkur frá síðasta skiptinu sem ég lenti í honum. Þann dag var ég í útileikjum í næstu götu með krökkunum í hverfinu þegar appelsínuguli bíllinn hans Ægis var allt í einu kominn upp að mér og Ægir benti mér á að setjast inn í hann. Ég gegndi honum þótt ég vissi nokkurn­veginn hvað biði mín. Það gerði ég vegna þess að þegar þarna var komið var ég orðin svo hrædd við þennan mann að þegar hann sat fyrir mér þá fraus líkami minn, ég gat ekki talað og gerði síðan allt sem hann skipaði mér að gera. Í þetta skiptið keyrði hann út fyrir bæinn og eftir Krísu­víkur­veginum. Hann stoppaði bílinn hjá gömlum skreiðarhjöllum þar sem hann lét mig fara út og stillti mér upp við einn hjallinn. Minning mín stoppar þar sem hann var að ráðast á mig og nauðga mér.

Ég man ekki hvað ég var orðin gömul þarna en ég man að næst þegar Ægir sat fyrir mér var ég orðin svo skelfingu lostin yfir tilveru minni að mér tókst að huga mig upp í að öskra “NEI” eins hátt og ég gat og hlaupa síðan eins og fætur toguðu fram hjá skrímslinu. Eftir það náði Ægir mér aldrei aftur því ég var komin með kjarkinn til að forða mér undan honum. Þá breytti hann um stíl enn og aftur og tók upp á að hrósa mér þegar aðrir heyrðu og gera mikið úr mér. Ég steinhélt kjafti í skömm, ég var hrædd og taugaveikluð þar sem hann var en tókst hér eftir að passa upp á að vera aldrei ein með þessum manni. Hann var þó langt í frá búinn að missa tökin á mér því eftir sem áður var enginn duglegri en ég við að fela þessa skelfilegu lífsreynslu sem ég taldi að ég hefði kallað yfir mig og vildi ekki að neinn kæmist að.

Snemma í þessu ferli talaði Ægir um hversu miklivægt það væri fyrir börn að læra kynlíf af einhverjum fullorðum um leið og ég mátti ekki tala um það við neinn þar sem aðrir myndu ekki skilja það mikilvægi. Eftir því sem ofbeldið varð grófara og ég reyndi að komast undan því breyttist þessi saga hans og hann fór að fullvissa mig um að ég hefði ekki einungis viljað þetta heldur hefði það verið ég sjálf sem hefði komið honum til að koma svona fram við mig. Hann taldi mér líka trú um að ef foreldar mínir og Lilja vissu hvernig ég væri og hvað ég hefði gert þá fengi ég slæma útreið og að Lilja yrði niðurbrotin manneskja fyrir mína sök. Ég tók þetta allt mjög inn á mig og sektar­kennd mín var óbærileg, ekki síst þar sem mér fannst ég svo vitlaus að hafa ekki séð við þesssu skrímsli sem ég hélt í minni barnslegri einlægni að væri besti maður í heimi.

Einu sinni í viku fór Lilja frænka með stelpurnar sínar inn í Kópavog til hennar Gunnu ömmu. Meðan ofbeldið stóð yfir voru þessir dagar mér mög erfiðir. Ægir var einn heima allan daginn og húsið okkar þannig staðsett að ég átti enga möguleika á að komast heim til mín án þess að hann sæi mig. Þar sem ég varð svo líka að fara fram hjá dyrunum þeirra til að komast að útidyrunum okkar var erfitt fyrir mig að sleppa frá manninum þar sem hann sat fyrir mér. Einu sinni skreið ég inn um svefnherbergis­glugga foreldra minna til að sleppa frá Ægi á svona degi. Mamma stóð mig að verki við það og skammaði mig illa í þeirri trú að þetta væri eitthvert óþekktar uppátæki í mér. Ég man ekki hverju ég laug að henni, og gat ekki annað, til að hún kæmist ekki að því hver raunverulega ástæðan var fyrir þessari hegðan minni. Ég man einungis hvað ég skammaðist mín mikið fyrir sjálfa mig.

Ég varð svo lifandi fegin þegar mér tókst að stoppa ofbeldið sem ég lifði við og gróf um leið minningarnar langt inni í sjálfri mér. Mér tókst samt aldrei að losna við kvíðahnútinn úr maganum og fór inn í fullorðinsárin eins og draugur af litlu lífsglöðu ævintýrastelpunni sem ég var áður en ég flutti í Garðabæ. Á þessum tíma var þunglyndi, kvíði, taugaveiklun og það að geta ekki myndað afslöppuð tengsl við aðrar manneskjur eitthvað sem ekki var sett í orð í samfélaginu og almennt ekki meðhöndlað. Þannig vissi ég ekki einu sinni hversu illa var komið fyrir mér og hélt áfram að þrauka. Líklega hélt það mér lengi vel gangandi hvað ég var dugleg manneskja og tilbúin að gera það sem ég taldi mig þurfa til að finna löngun til að halda lífi mínu áfram. Ég lagði það meira að segja á mig þegar ég var í kringum 23 ára aldurinn að flytja í einhverja mánuði heim til Ægis og Lilju, markvisst til að fyrirgefa ofbeldis­manni mínum. Ég sagði við sjálfa mig að þegar ég gæti verið í sama herbergi og Ægir Geirdal án þess að verða óglatt og fá hnút í magann væri ég búin að fyrirgefa. Allt þetta átti ég samt bara fyrir mig sjálfa og passaði rækilega að enginn vissi um hvað málið snérist og alls ekki ofbeldis­maðurinn sjálfur. Ég leit nefnilega alltaf á þetta sem mitt vandamál og hróflaði ekki við lífi neins í kringum mig eða gerði neitt sem neyddi fólk til að taka afstöðu í þessu máli. Það var reyndar líf mitt í hnotskurn því ég lagði mig mikið fram við að vera góð og almennileg við alla í kringum mig, sérstaklega við Lilju frænku og börnin hennar. Ég gerði mér grein fyrir því löngu seinna hvernig ég var stöðugt að reyna að vernda alla í kringum mig fyrir því sem hafði gerst í Garðabæ. Það var samt ekki af manngæsku sem ég gerði það heldur af ótta því ég lifði alltaf í þeirri angist að ég hefði gert eitthvað af mér og yrði útskúfuð úr fjölskyldunni ef það kæmi upp á yfirborðið. Ég gerði mér líka grein fyrir því löngu seinna hversu skelfilegar afleiðingar þessi ábyrgð, lífsreynslan mín öll og þögnin í kringum hana hefur haft á líf mitt.

En aftur að fyrirgefningunni. Ég trúði því sjálf að ég væri að gera rétt með því að reyna að fyrirgefa Ægi og að þannig myndi mér takast að gleyma og öðlast sálarró. Ég taldi meira að segja að mér hefði tekist að ná einhverju sem mætti kalla fyrirgefningu því taugaveiklun mín innan um Ægir fór minnkandi á meðan ég bjó inn á heimili þeirra Lilju. En það var einungis tímabundið og næst þegar ég var undir miklu álagi helltust Garðabæjarárin yfir mig enn og aftur og drógu ennþá meiri mátt úr mér en áður. Seinna skyldi ég að fyrirgefningin er vissulega mikilvæg. En hún hefur ekkert með það að gera að þegja og sætta sig við ofbeldi og svik eða að forða fólki frá að taka ábyrgð á gjörðum sínum eða afstöðu.

Raunverulega fyrirgefningin fyrir mig fólst í því að taka utan um litla barnið sem bjó innan í mér og var lamað af ótta. Hún gekk út á að leyfa barninu að gráta og kenna mér að fyrirgefa sjálfri mér fyrir að hafa verið svo óheppin að hafa verið á röngum stað á röngum tíma, svo ofurseld aðstæðum mínum að það var ekkert í mínu valdi sem gat komið í veg fyrir glæpinn sem ég varð fyrir. Fyrirgefningin fólst í að ná þeiri trú að þegar ég var upprifin og alsæl yfir vináttu Ægis þá voru þau viðbrögð mín sönn og líka þau þegar ég reyndi að fela þá vináttu fyrir foreldrum mínum. Þegar ég svo gerði allt það sem Ægir sagði mér að gera þá voru það líka hárrétt viðbrögð hjá mér því að í þeim aðstæðum hafði ég einfaldlega ekki val um að gera neitt annað. Fyrirgefningin fólst í að skilja að allt sem ég gerði í Garðabæ var satt og rétt vegna þess að ofbeldið hafði ekkert með það að gera hver ég var og hvað ég gerði eða gerði ekki. Ég var einfaldlega saklaust barn sem lenti í greipum glæpamanns og það að geta ekki sagt frá glæpnum gerði síðan hvert ár sem ég lifði erfiðara fyrir mig. Þetta skyldi ég seinna og þegar ég var búin að ná að taka utan um barnið í sjálfri mér og umvefja það hinni sönnu fyrirgefningu þá var næsta skref svo augljóst. Það fólst í því að skila ábyrgðinni þangað sem hún átti heima; segja sannleikann og fara fram á stuðning fjölskyldu minnar og samfélagsins alls til að fá uppreisn æru og láta Ægir taka ábyrgð á gjörðum sínum.  

Það er hægt að fyrirgefa þeim sem brjóta á manni á þann hátt sem Ægir braut á mér. En þegar menn gangast ekki við því sem þeir hafa gert þá er það ekki auðvelt. Ægir Geirdal hefur aldrei haft kjart til að taka ábyrgð á eigin gjörðum. Ég veit í hjarta mér að ég var ekki fyrsta barnið sem lenti í greipum þessa manns og að þegar ég slapp frá honum þá fann hann sér nýtt barn til að leika sér að, enda enginn sem reyndi að stöðva hann. Tilhugsunin var mér skelfileg en allt of lengi hafði ég hvorki ráð eða kjark til að reyna að koma í veg fyrir það.

Þegar ég var 26 ára gerðist atburður sem opnaði augu mín fyrir alvarleika og eðli þess sem ég hafði upplifað sem barn í Garðabæ. Kvöld eitt varð ég fyrir árás og nauðgun af hendi ókunnugs manns á götu úti. Atburðurinn var tekinn mjög alvarlega í samfélaginu og hvort sem það var fjölskylda mín, vinir eða ókunnugir þá voru allir ofsalega reiðir gerandanum og vildu láta hann mæta maklegum málagjöldum ef hann næðist (sem hann gerði ekki). Lögreglan tók atburðinn svo alvarlega að ég var meira og minna í fylgd rannsóknarlögreglu­manns dögum saman og það var gerð út tálbeita til að freistast til að ná ofbeldismanninum. Allur alvarleikinn og þessi hreina afstaða fólks í kringum götuárásina fékk mig til að líða mjög einkennilega, svona eins og það væri verið að gera grín að mér. Ástæðan var sú að við þennan atburð helltust enn og aftur yfir mig minningar um fyrirsátirnar og árásirnar sem ég hafði orðið fyrir sem barn af hálfu Ægis, margar hverjar mikið grófari en götuárásin. Ég var ringluð en skildi mjög vel seinna af hverju samfélagið tók götuárásina svona alvarlega. Þá áttaði ég mig líka á því að það sama átti samfélagið að gera gagnvart brotum Ægis Geirdals. Ég ákvað að segja lögreglunni frá því sem hafði gerst í Garðabæ þegar ég var yfirheyrð um götuárásina. En atburðirnir úr Garðabæ vöktu ekki áhuga yfirvalda og mér var sagt að málið væri fyrnt.  

Ég kyngdi þeim súra bita og opnaði málið ekki innan fjölskyldunnar heldur reyndi að gleyma eina ferðina enn. Ég þraukaði í um þrjú ár til viðbótar. Árið 1987 eignaðist ég dóttur mína Soffíu sem er engillinn og gæfan í mínu lífi. Þegar hún var á þriðja ári komu erfiðleikar inn í líf mitt og enn og aftur helltust minningarnar úr Garðabæ yfir mig. Í það skiptið gat ég ekki meira og fékk taugaáfall. Ég var mjög veik í tvö ár og vann síðan markvisst í sjálfri mér undir læknishendi árum saman. Þannig náði ég loks samhengi í líf mitt og gerði mér grein fyrir því hvernig óhugnaðurinn sem ég upplifði í Garðabæ var rótin af því hvernig komið var fyrir mér. Hvert ár sem ég lifði eftir það áfall án þess að segja frá, fá hjálp og skila af mér þeirri risa ábyrgð sem ég hafði tekið á mig gerði mig veikari og veikari. Það var svo mikill léttir að upplifa loksins að það var ekki mitt að vernda neinn nema sjálfa mig og dóttur mína. En það var skelfilega erfitt að fara í gegnum minningarnar úr Garðabæ og allar tilfinningarnar sem þeim fylgdu. Tilvera dóttur minnar gaf mér kjarkinn til að takast á við það og tveimur árum seinna gat ég staðið með sjálfri mér og áttað mig á hvað var mitt og hvað annarra. Þá var orðið mjög augljóst fyrir mér hvað það var sem ég þurfti, og mér bar, að gera varðandi Ægir Geirdal.

Ég sagði fjölskyldunni sannleikann úr Garðabæ en komst reyndar aldrei svo langt að segja Lilju frænku minni og börnum þeirra Ægis alla söguna því þau ákváðu að trúa mér ekki og neituðu að hlusta á það sem ég hafði að segja. Það var erfitt en ég varð að sætta mig við það, líka það að frásögnin sem ég var að reyna að koma frá mér var tekin úr samhengi og mér sjálfri stillt upp sem einhverju skrípi. Það tók mig í kringum 20 ár að þora að leggja þetta mál á borðið og enn þann dag í dag eru það einungis tvö af okkur systkinunum, ég og Sigurlína, sem höfum sagt allan sannleikann um tímann í Garðabæ. Við vorum samt ekki einu systkinin sem Ægir tók fyrir til að leika sér að kynferðislega og/eða að brjóta niður andlega. Það er þá rétt hægt að ímynda sér hvaða tök hann hefur á sinni eigin fjölskyldu. Ægir er mjög klókur að koma sér undan ábyrgð og beitir miskunnalaust sínum nánustu til að þurfa ekki að gangast við sjálfum sér. Ef ekki væru í húfi börn sem eru í hættu í kringum þennan mann og ef ekki væri um að ræða æru okkar sem höfum lent í honum þá væri hægt að horfa fram hjá því siðleysi.

Þegar ég opnaði málið á sínum tíma var Lilju frænku boðin fagleg aðstoð til að takast á við þá stöðu sem komin var upp í hennar lífi. Hún þáði ekki þá aðstoð og var frekar tilbúin að fórna okkur Sigurlínu en að horfast í augu við raunveruleikann. Það kaldhæðnislega við það fyrir mig er að þarna gerðist það gagnvart Lilju sem ég óttaðist svo sem barn að myndi gerast ef ég segði frá; mér var ekki trúað, það var reynt að afgreiða mig sem lygara með ofsóknarbrjálaði, ég var ofsótt og ég var útskúfuð. En ég var orðin fullorðin og ábyrg fyrir sjálfri mér og réði við þetta mótlæti. Ægir, Lilja og börn þeirra hafa lagt fæð á okkur Sigurlínu síðan þá. Okkur systrum fannst mjög erfitt að missa frænku okkar og frændsystkini en vissum að það hafði ekkert með okkur sjálfar að gera. Við kusum frelsið sem fólst í því að geta sagt sannleikann og það að axla okkar ábyrgð og skyldu á að reyna að koma í veg fyrir að fleiri börn lentu í greipum Ægis.

Samfélagið var ekki tilbúið til að taka á svona málum þegar við systur opnuðum það og það var rosalega erfitt að mæta þeim raunveruleika að loksins þegar kjarkurinn var kominn til að segja frá þá var mitt mál fyrnt gagnvart dómstólum og flestar dyr lokaðar. Ég gat ekki skilið að það væri ekki til staðar áhugi á að rekja djöfullega slóð þessa manns og jafnvel beita til þess tálbeitu eins og þótti svo sjálfsagt mál í götuárásinni. Það eina sem við Sigurlína gátum gert á þessum tíma til að reyna að koma Ægi Geirdal undir mannahendur var að gefa barna­verndar­­nefnd Kópasvogs skýrslu, þar sem Ægir og Lilja höfðu þá búsetu í því bæjarfélagi og áttu eitt barn undir lögaldri. Það voru þrír vitnisburðir sem voru lagðir fram fyrir barna­verndar­nefndina, okkar systra tveggja og sá þriðji var frá konu sem heitir Þórey Dan Daníels­dóttir sem bjó sem barn í næsta húsi við okkur í Garðabæ. Hún er eitt af fórnarlömbum Ægis.

Ferlið sjálft hjá barnaverndarnefnd var skrípaleikur sem Ægir sjálfur stjórnaði. Þegar barna­verndar­­fulltrúinn var búinn að taka niður vitnisburðina átti næst að kalla Ægir til yfirheyrslu og síðan Lilju frænku og yngstu dóttur þeirra hjóna. Ægir boðaði sig forfallaðann og sá til þess að Lilja og yngsta barnið þeirra mættu á undan honum í skýrslutöku. Þar með var hann með alla vitnisburðina þrjá á hreinu í hverju smáatriði, áður en hann mætti sjálfur, og hafði þar með nægan tíma til að undirbúia lygasöguna sem hann lagði á borðið. Í stórum dráttum gekk hún út á það að við systur og Þórey værum varhugaverðir og ímyndunarveikir lygarar sem vildum fjölskyldu hans, einhverra óljósra hluta vegna, allt illt. Barnaverndarnefnd Kópavogs lét þar við sitja og fylgdi málinu ekki frekar eftir.

Ég veit ekki hvort Ægir misnotar eingöngu annarra manna börn eða líka sín eigin. Skrípa­leikurinn hjá barnaverndarnefnd er eina skiptið sem ég veit til þess að hann hafi sjálfur þurft að opna munninn vegna gjörða sinna. Að öðru leyti notar hann fjölskyldu sína sem skjöld fyrir sjálfan sig og til að reyna að halda þeim niðri sem leitast við að koma upp um hann.

Upplifun mín, Sigurlínu, af Ægi Geirdal er í stuttu máli þessi.
Lilja og Ægir í Kópavogi. Eitthvað var tilefnið, ég man ekki hvað. Þau voru ný farin að búa, ung og barnlaus, við komum í heimsókn á nýja heimilið þeirra. Lilja var svo ung, falleg og hamingjusöm. En hún sá ekki hvernig Ægir horfði á okkur litlu stelpurnar. Siðblindan skein úr augum hans þegar hann mældi okkur út frá toppi til táar með sínum stingandi augum. Það var eitthvað vont í þessum augum sem barnið sá.

Tíminn leið og við fluttum í Garðabæ í sambýli við Lilju og Ægir. Þau fóru á ball og ég passaði börnin þeirra á meðan. Eins og oftast kom Ægir á undan Lilju heim og birtist allsber fyrir framan mig áður en ég vissi af. Í þetta skiptið spurði hann mig hvort ég hefði verið að skoða fræðiritin sín. Hann átti við klámblöðin sem hann hafði komið þannig fyrir áður en þau hjónin fóru að heiman að þau blöstu við mér. Ég viðurkenndi það skömmustuleg, staðin að verki. Ægir sagði þetta ósköp eðlilega forvitni í mér og að allar konur sem ætluðu að ná sér í mann, til þess að halda í hann, þyrftu að kunna almennilega fyrir sér í kynlífi. Hann sagði að það væri æfingin sem skapaði meistarann og þess vegna væri svo mikilvægt að ungar stúlkur æfðu sig í kynlífi með einhverjum sem kynni þessa list almennilega. Síðan bauð Ægir sig fram til að kenna mér að lifa kynlífi. Ég varð logandi hrædd, hljóp niður og heim. Eftir þetta sofnaði ég aldrei á vaktinni þegar ég þurfti að passa og forðaði mér út um leið og útidyrnar opnuðust.

En ég var samt ekki laus við Ægir Geirdal. Fyrst ég óttaðist hann og hann náði ekki tökum á mér á þennan hátt þá skipti hann um taktík gagnvart mér. Hann byrjaði markvisst að brjóta mig niður andlega. Hann sat fyrir mér barninu dag eftir dag til að segja mér hvað ég væri ómöguleg. Hann sagðir að ég væri ljót og leiðinleg, hæfileikasnauð og til einskis nýt. Hann tilkynnti mér að það myndi enginn karlmaður vilja svona úrhrak eins og mig. Það væri ekki einu sinni hægt að nota mig sem hákarlabeitu því að hárkarlarnir hefðu ekki lyst á að éta mig. Um leið sagðir hann mér hvað Ingibjörg systir væri frábær og klár, að hún væri búin að fá birtar eftir sig smásögur í vinsælasta vikublaðinu sem hún samdi með hans hjálp. Ég man hvað ég öfundaði litlu systur mína mikið fyrir þessa hæfileika hennar þangað til ég vissi söguna alla, hvað Ægir hafði gert henni og örugglega mörgum öðrum börnum.   

Það var erfitt að vera unglingur í návígi við Ægir Geirdal. Maður var aldrei öruggur fyrir honum og allstaðar gat hann poppað upp með klámblöðin sín; úti í bílskúr, ofan í gryfju, úti í móa, allstaðar átti maður von á honum með tippið á undan sér og fræðin um góða eiginkonu. Eitt atvik er mér sérstaklega minnisstætt. Einn daginn var bankað mjög harkalega á útidyra­hurðina heima. Mamma fór til dyra og þar fyrir utan stóð Dýrleif, móðir úr næsta húsi, hamlaus af reiði. Hún sagði að hún hafi verið að leita að dætrum sínum og m.a. farið út í móa í kofa sem við systur höfðum byggt okkur til skemmtunar. Aðkoman þar var það sem gerði konuna svona reiða. Kofinn okkar var fullur af klámblöðum sem hún taldi okkur systur eiga. Hún lét mömmu vita að svona viðbjóð liði hún ekki, þess vegna hafi hún kveikt í kofanum og látið hann brenna til ösku með öllu sem í honum var. Við systur höfðum ekki hugmynd um þessi blöð úti í kofa en okkur var ekki trúað. Auðvitað vissum við um leið hver átti blöðin og hafði komið þeim fyrir í kofanum okkar. En Ægir Geirdal hafði svo sterk tök á okkur öllum að það var aldrei hægt að nefna hann á nafn. Myndin af litlu systur minni, Ingibjörgu, við þetta atvik er sem greipt í huga mér; hún varð skelfingu lostin, faldi sig á bak við síðu gardínurnar í stofunni og pissaði niður úr. Um þennan atburð var aldrei talað aftur en við systur upplifðum eingöngu kulda frá Dýrleifu þar eftir.    

Núna veit ég að Ægir Geirdal er stórhættulegur maður sem gengur enn laus og allir sem honum tengjast tilfinningalega verða smám saman mjög veikir.

Eftir að við systur ákváðum að segja sannleikann um Ægir blasti við okkur sundrung fjölskyldunnar. Flestir vildu ekki að hrófla við þessari erfiðu fjölskyldusögu og kusu að halda áfram að þegja. Það þýddi að þegar t.d. kom að stórfjölskyldu­boðum stóðum við systur frammi fyrir því að nærvera okkar truflaði þá einstaklinga sem höfðu eitthvað af Ægi að segja. Til að byrja með tókum við þátt í þessum veislum enda erum við hluti af stór­fjöl­skyldunni. En það þrúgandi andrúmsloft sem mætti okkur í þessum boðum gerði það að verkum að við hættum að mæta. Núna erum við hins vegar að átta okkur á því að þótt fjarvera okkar systra hafi virkað sem lausn fyrir alla, þá er hún það ekki. Við tvær erum einungis brotabrot af stórri fjölskyldu og nú er þetta munstur farið að endurtaka sig í nýrri kynslóð. Það reiknuðu líklega fáir með því að við systur tvær myndum mæta í veisluna í tilefni 100 ára afmælis Gunnu ömmu. En afkomendur okkar systra hafa aldrei hitt alla stórfjölskylduna og sumir þeirra voru spenntir fyrir því að sýna sig og sjá ættingjana sína. Á sama tíma eru þessar manneskjur vel upp­­lýstar um þennan hluta af sögu fjölskyldunnar. Þær höfðu því sama val og við systur; að mæta til fagnaðarins og “haga sér” eða að mæta ekki. Börnin okkar kusu að vera heima. Fjölskylda okkar er sundruð, hún var rifin í sundur í Garðabæ, markvisst og skipulega, og hefur síðan þá ekki orðið heil aftur. Ægir Geirdal er því enn við stjórnvölinn og við, sem tölum upphátt um brot hans og fylgjum því eftir, sitjum uppi með þau skila­boð að það séum við sem höfum gert eitthvað af okkur. Það er sorglegt.

Eitt af því mikilvæga sem við systur höfum lært er það að þegar eðlilegar manneskjur lenda í óeðli­­legum kringumstæðum skiptir öllu máli hvernig því er fylgt eftir. Ef ekki er unnið úr aðstæð­­­unum skiptir engu máli hversu mörg ár líða og það kemur að því á endanum að stíflan brestur. Þá stendur fólk frammi fyrir því að rótin er veik eins og hús sem byggt er á sandi. Það getur verið að einhverjir af okkar kynslóð telji sig sloppna, en hvað um þá sem á eftir koma? Kjósi fólkið okkar að viðhalda þögninni í kringum Garðabæ þá heldur sundrung fjölskyld­unnar áfram og kemur til með að fylgja afkomendum okkar í spennu og van­líðan sem þau hafa jafnvel ekki hugmynd um hvaðan kemur. Það er ástæðan fyrir því að við sendum þetta bréf ekki einungis til systkina okkar heldur til allra sjálfráða niðja Gunnu ömmu. Þannig getur hver og einn tekið afstöðu fyrir sig og um leið sína afkomendur. Ef svo fer að fjöl­skyldan verður áfram sundruð þá er mjög mikilvægt að þessi saga hefur verið sögð.

Við höfum öll okkar rétt um leið og við höfum einnig okkar skyldur að bera. Þeir sem hafa lent í greipum Ægis á einhvern hátt, eða þekkja til hans brota, ber að segja frá. Við vonum líka að með því að segja þennan hluta fjölskyldusögunnar verði það hvatning fyrir aðra til að leita sér aðstoðar. Í dag er hægt að fá hjálp og mikinn stuðning og með því að skila ábyrgðinni þangað sem hún á heima fylgir mikill léttir og frelsi. Frá því að mál þetta var opnað höfum við upplýst lögregluyfirvöld í hvert sinn sem tilefni virðist til rannsóknar á ferli Ægis Geirdals og þannig mun það áfram verða. Við höfum aldrei sett frá okkur nafnlaus bréf eða komið fram undir nafnleynd enda ekkert sem við höfum að fela. Að sama skapi erum við tilbúnar að koma fram hvar og hvenær sem er til að tala því máli sem við segjum í þessu bréfi.



Þeir sem hafa frá glæpsamlegum athæfum að segja í sambandi við Ægir Geirdal geta m.a. sett sig í samband við eftirfarandi:

Björgvin Björgvinsson lögreglufulltrúi kynferðisbrotadeildar
Hverfisgötu 113-115, 150 Rvk
S: 112, 1717 eða 444-1000.

Barnaverndarstofa
S: 530-2600
Heimasíða:  www.bvs.is

Samtök sem láta sig kynferðisbrotamál varða og hægt er að leita til eftir aðstoð eru þessi:

Blátt Áfram,
Kringlunni 4-6, litli turn 6. hæð, 105 Rvk.
S: 533-2929.
Heimasíða: www.blattafram.is

Stígamót,
Hverfisgötu 115, 105 Rvk.
S: 562-6868 og 800-6868
Heimasíða: www.stigamot.is

Læknamiðstöðin að Lágmúla 5, 108 Reykjavík hefur einnig að geyma marga góða fagaðila sem hafa mikla reynslu af að veita fólki aðstoð sem lent hefur í óeðlilegum aðstæðum. Símanúmerið þar er 590-9200.      




Af virðingu við minningu Gunnu ömmu er þetta það sem við systur höfum fram að færa til að auka öryggi barna og möguleika niðja ömmu okkar til að lifa sem ein og sönn heild.

Með vinsemd og virðingu,  
Ingibjörg og Sigurlína      





                                                                                     
                                                                                                                  
                                                                                                                                                                              

                                                                                                                                                                                      Bréf þetta er sent til sjálfráða niðja Guðrúnar Elísu Þórðardóttur, þeir eru:

Sævar Ólafsson,
Bergný Jóna Sævarsdóttir,
Harpa Sif Sævarsdóttir,
Guðrún Elísa Sævarsdóttir,
Signý ólafsdóttir,
Kolbrún Rakel Helgadóttir,
Katrín Björk Helgadóttir,
Eyrún Sara Helgadóttir,
Róbert Daði Helgason,
Elín Ólafsdóttir,
Bragi Guðjónsson,
Marteinn Guðjónsson,
Guðbjörg Eva Guðjónsdóttir,
Guðrún Ólafsdóttir,
Pálmar Guðmundsson,
Smári Guðmundsson,
Fríða Dís Guðmundsdóttir,
Særún Guðmundsdóttir,
Anton Ívarsson,
Benedikt Örn Ívarsson,
Anna Birna Íarsdóttir,
Marteinn Ólafsson,
Þórdís Marteinsdóttir,
Jón Guðmundur Marteinsson,
Hafsteinn Alexander Matreinsson,
Valgeir Elís Marteinsson,
Soffía Bæringsdóttir,
Davíð Þór Ólafsson,
Ólafur Þór Ólafsson,
Þórarinn Fjelsted Grétarsson,
Guðni Þórarinsson,
Hákon Unnar Þórarinsson,
Rebekka Maren Þórainsdóttir,
Hrefna Grétarsdóttir,
Halldóra Andrea Árnadóttir,
Grétar Árnason,
Halldór Ólafur Þórðarson,
Marteinn I.E. Þórðarson,
Silje Marie Lökken,
Malín Ulrika Marie Marteinsdóttir,
Ólöf Guðrún Þórðardóttir,
Tinna Holt Viktorsdóttir,
Nói Alexander Marteinsson,
Bylgja Hrönn Nóadóttir,
Hildigunnur Kristinsdóttir,
Fríða Hrund Kristinsdóttir,
Börkur Hrafn Nóason,
Ingibjörg Jóna Nóadóttir,
Lilja Sigurrós Jónsdóttir,
Freyja Geirdal Ægisdóttir,
Sigurborg Geirdal Ægisdóttir,
Lilja Rut Geirdal Jóhannsdóttir,
Jón Gunnar Geirdal Ægisson og
Alma Dröfn Geirdal Ægisdóttir.

Bréfið er einnig sent Björgvini Björvinssyni lögreglufulltrúa kynferðisbrotamála hjá Lögreglu­embætti ríkisins og Braga Guðbrandssyni forsjóra Barnaverndarstofu..