Sunday, July 14, 2013

Réttarkerfið

Velti fyrir mér hvernig okkur miðar við að gera okkar besta þegar kemur að öryggi borgaranna og því að hlúa að réttlætiskenndinni sem býr í mörgum okkar.

Viðmiðið mitt hlýtur að vera eigin reynsla.

Vitandi það að laga- og réttarkerfið sem ég bý við ræður ekki við, eða hefur ekki áhuga á, að taka á ofbeldishrottum eins og Ægi Geirdal.

Og vitandi það að kerfið er þannig uppbyggt að hrottar eins og Ægir geta fengið það í lið með sér til að stöðva þá sem hafa dug til að fletta ofan af ofbeldisslóð manna eins og hans.

Mín sterkasta tilfinning þegar ég hugsa til þessa kerfis er ekki traust eða heiðruð réttlætiskennd ... heldur vanvirðing og falskt öryggi.


Ingibjörg