Thursday, January 27, 2011

Stefnur


Skv. pósti, frá Opus lögmönnum, sem okkur systrum hefur borist, verður þingfest á okkur stefna eftir 31. janúar næstkomandi  vegna ærumeiðinga og brota á friðhelgi á einkalífi Ægis Geirdal. Við fögnum því að fá loks tækifæri til að leggja þær upplýsingar sem við höfum um Ægir fyrir dómstóla.

Hér fyrir neðan er það sem við höfum að öðru leyti um bréfin frá Opus lögmönnum og kröfur Ægis að segja, bréfin sjálf og umfjöllun vefmiðilsins Pressunnar um málið. Takk kærlega fyrir ykkar einörðu afstöðu gegn þögguninni í kringum Ægir Pressufólk. 

Viðbrögð við bréfum:
Stefnur, hótanir og refsingar munu ekki breyta sannleikanum í lygi og eins og áður eru réttar upplýsingar um Ægir Geirdal það eina sem hann fær og á rétt á að fá frá okkur, hátt og skýrt!
Í um 20 ár höfum við systur reynt að fá kerfið til að taka við og fylgja eftir þeim skelfilegu upp­lýs­ingum. Kerfið hefur ekki kært sig um þær og tekið þannig fullan þátt í þögguninni í kringum brot þessa níðings. Nú hefur hann sjálfur sett sig í hendurnar á þessu sama kerfi með því að stefna okkur og fjöl­miðlunum sem neita að taka þátt í þögguninni í kringum hann. Kerfið kærir sig um svo­leiðis útspil og ræður væntanlega við það enda kannski mest við hæfi að fáránleikinn takist á við sjálfan sig.
Loksins, segjum við nú bara og væntum þess að réttarkerfið nýti um leið tækifærið til að kanna sannleiks­gildi þess sem við systur höfum verið að reyna að koma á framfæri við það í öll þessi ár. Það er mjög auðvelt og það er rangt sem segir í stefnum gegn okkur að við höfum engar sannanir fyrir því sem við erum að segja. Minningar okkar eru til vitnis um skelfilega glæpi Ægis og ég, Ingibjörg, á langa sögu sem er mjög mörkuð af þeim níðingsverkum sem Ægir framdi á mér sem barni. Það getur bæði fólk og stofnanir borið vitni um. Við getum líka bent á fullt af fólki til viðbótar sem hefur miklar upplýsingar um níðingsskap Ægis og getur aðstoðað við að raða saman afbrotasögu hans. Hún er nefnilega ákaflega auðrekjanleg.
Við lítum því á stefnurnar sem tækifæri  til að láta reyna almennilega á hvers konar réttarkerfi okkur er búið í kringum glæpamenn eins og Ægir Geirdal. Einnig tækifæri til að bæta það kerfi svo það verði réttlátlega úr garði gert. Börn og allir þeir sem lenda í klóm níðinga eiga nefnilega svo miklu betra skilið en þann raunveruleika sem hefur birst okkur systrum í þeirri baráttu að koma réttum upplýsingum um þennan mann á framfæri.
Það kemur ekki til greina að við látum neyða okkur til hlýðni við óréttlátt réttarkerfi og tökum enda ekki til okkar að það að tala upphátt um brot Ægis geri okkur að glæpamönnum. Við lifðum níðingsverk hans af og erum til vitnis um þau, við viljum að á það sé hlustað og okkur ber uppreisn æru en ekki refsing ofan í glæpina sem hafa verið framdir á okkur.
þið sem getið hjálpað okkur að stöðva brotaslóð Ægis með því að stíga fram með þær upplýsingar sem þið hafið, það er ekki of seint og það mun svo sannarlega hjálpa. Þið öll sem hafið stutt okkur nú þegar, með því að lýsa því yfir að þið trúið því sem við erum að segja og með því að hvetja okkur áfram í orðum og gjörðum, kærar þakkir, það er mikils metið og gefur okkur sprengikraftinn sem við þurfum til fylgja þessum ljóta sannleika eftir alla leið.
Ingibjörg og Sigurlína

Stefnur:



http://www.pressan.is/Frettir/LesaFrett/aegir-geirdal-hotar-systrum-logsokn-thaer-fagna-thvi-ad-geta-sannad-asakanir-um-misnotkun