Sunday, January 20, 2013

Upplifði notalegan atburð í gær

Kona kallaði nafnið mitt hástöfum úti í bæ og bað um að fá að tala við mig. Það tók mig tíma að átta mig á að hún er ein af þeim sem lokuðu á mig án spurninga og afgreiddi mig sem vondan og geðsjúkan vesenisgrip þegar ég, fyrir rúmlega 20 árum, sagði loks frá ofbeldinu sem ég bjó við sem barn. Það tók hana mörg ár að átta sig á hver hin raunverulega lygi var og þegar hún tók ákvörðun um að ganga út úr þeim vef fékk hún sjálf að kynnast ofbeldinu sem því fylgir. En það var mikill léttir yfir henni eftir að hún hafði gefið sér þetta tækifæri í gær til að tala við okkur systur og tala um hlutina eins og þeir raunverulega eru. Flott hjá henni og svo gott að finna fyrir mætti sannleikans ♥

Ingibjörg

Saturday, January 12, 2013

Jæja Ægir Geirdal...


...þá fýkur hressilega í níðingaskjólin.

Nú gætir þú brotið blað í eigin sögu, stigið fram fullur iðrunar og þjáningar yfir ljótu slóðinni þinni og beðið um að fá að axla ábyrgð á henni. Það eru meiri líkur á að heimurinn breytist í grænt jarðaber en að það gerist. Það vitum við ... og það veit hin opinbera „barnavernd“ líka. Spurningin er hvort þær rassskellingar sem það batterí hefur fengið síðustu daga dugi til að það fari loks að nota þekkingu sína og vald til að vernda börnin fyrir þér?

50 þolendur Ægir? Miðað við hvernig við þekktum þig þegar við vorum börn þá slærðu þá tölu hroðalega út.
Ingibjörg og Sigurlína