Kona kallaði nafnið mitt hástöfum úti í bæ og bað um að fá að tala við mig. Það tók mig tíma að átta mig á að hún er ein af þeim sem lokuðu á mig án spurninga og afgreiddi mig sem vondan og geðsjúkan vesenisgrip þegar ég, fyrir rúmlega 20 árum, sagði loks frá ofbeldinu sem ég bjó við sem barn. Það tók hana mörg ár að átta sig á hver hin raunverulega lygi var og þegar hún tók ákvörðun um að ganga út úr þeim vef fékk hún sjálf að kynnast ofbeldinu sem því fylgir. En það var mikill léttir yfir henni eftir að hún hafði gefið sér þetta tækifæri í gær til að tala við okkur systur og tala um hlutina eins og þeir raunverulega eru. Flott hjá henni og svo gott að finna fyrir mætti sannleikans ♥
Ingibjörg