Monday, January 30, 2012

Ofbeldi er aldrei einkamál

Umræða um hverskonar ofbeldi er ekki einkamál heldur samfélagsmál. Barn sem verður fyrir ofbeldi hefur ekkert val um að verja sig, oft býr það undir sama þaki og kvalarinn sinn. þess vegna er það skylda okkar fullorðna fólksins að vernda börn og segja frá vitum við af barnaníði í samfélagi okkar, hvar og hvenær sem er. Hefði haldið að það væri einnig skylda eftirlitsaðila að kanna slíkar ábendingar komi þær fram. Komast mætti hjá mörgu bölinu með því að útrýma meðvirkninni. Þekkt er hve gerandi í ofbeldismálum hefur sterk tök á sínum nánustu, svo sterk að hann þarf aldrei að verja sig sjálfur, ástvinir og ættingjar gera það oftast óumbeðnir.

Bestu kveðjur,
Sigurlína