Monday, January 23, 2012

Tilraun Ægis Geirdal til að þagga niður í fjölmiðlum

Kæru vinir og samferðamenn

Í fyrra hótaði Ægir að stefna okkur Dillu systur fyrir dómstóla. Við fögnuðum því mjög að fá loks tækifæri til að leggja þær upplýsingar sem við höfum um þennan mann inn í réttarkerfið, eins og sjá má á meðfylgjandi bloggfærslu. http://reynslusaga.blogspot.com/2011/01/stefnur.html

Stefnurnar eru ókomnar nú tæpu ári seinna. Hvað segir það okkur?

Næstkomandi miðvikudag mun hins vegar fara fram aðalmeðferð í meiðyrðamáli sem Ægir hefur höfðað gegn Pressunni, að því er okkur skilst vegna þess að þar á bæ hafi menn fundið hjá sér hvata til að skemma framboð saklauss borgara til Stjórnlagaþings.

http://www.dv.is/frettir/2011/10/20/aegir-geirdal-stefnir-ritstjora-pressunnar-thad-er-ekki-annad-haegt/

Við treystum okkur alveg til að umorða þetta. Ægir reynir enn og aftur að koma sér hjá því að mæta sannleikanum um sjálfan sig. Í þetta sinn með því að gera tilraun til að þagga niður í Pressunni fyrir að bera á borð fyrir almenning þau tíðindi af honum sem miðillinn taldi að sá sami almenningur hefði hag af að heyra.

Það verður fróðlegt að fylgjast með hvernig réttarkerfið tekur á þessu sjónarspili Ægis. Hver sem þöggunaraðferðin er hverju sinni, mun hún hins vegar aldrei gera sannleikann um manninn að lygi. Sá sannleikur mun halda áfram að heyrast, hátt og skýrt.

Að því sögðu biðjum við alla sem trúa okkur systrum varðandi glæpi Ægis að senda sannleikanum góða strauma niður í Héraðsdóm Reykjavíkur allan miðvikudagsmorguninn.

Virðingarfyllst,
Ingibjörg og Sigurlína